Mál og Vog

1 bolli = 2, 4 dl
100 g smjör = 0,9 dl olía
1 pund = 453 g
1 enskur quart = 11 dl
1 amerískur quart = 9,5 dl
1 únsa = 30 g
175 °c = 350 °f
200 °c = 400°f
1 stick butter= 113 g smjör
1x agave= 2x sykur
5 g ger fyrir hver 250 g hveiti

Uppskriftasafn Erlu Steinu

Lauksúpukjúklingur

Lauksúpukjúklingur Lauksúpukjúklingur 2 laukar, þunnt sneiddir
1 msk smjör
3 msk nautasoð

4 kjúklingabringur
salt og pipar
2 tsk olía
250 ml vatn
1 teningur nautakraftur
2 msk maíssterkja og 4 msk vatn
4 sneiðar ostur

Byrjið á að sneiða lauknn í tvennt og skera hann í þunnar sneiðar. Eldið laukinn í smjörinu í um 30-40 mínútur á meðal hita til að ná að brúna laukinn vel.
Setjið laukinn til hliðar.
Reynið að ná kjúklingnum í jafnar steikur með því buffhamri. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar og steikið þar til kjötið er ekki lengur bleikt í miðjunni.
Takið kjúklinginn til hliðar og hitið natasoðið á pönnunni. Hristið maíssterkjuna og vatn saman og hellið út á sjóðandi nautasoðið. Hrærið rösklega í sósunni. Bætið lauknum og kjúklingnum út á pönnuna. Leyfið sósunni að þykkna örlítið. Leggið ostsneiðarnar á hverja bringu og setjið lokið á pönnuna til að bræða ostinn.
Þessi er bestur borinn fram með soðnum kartöflum og salati.



Hefur þú prófað uppskriftina? Endilega segðu mér þína skoðun.

Enginn hefur gerið stjörnur enn..

Gefa stjörnur

  • 1

  • 2

  • 3

  • 4

  • 5




Skrá athugasemd




Prentað út af http://www.uppskrift.com