Mál og Vog

1 bolli = 2, 4 dl
100 g smjör = 0,9 dl olía
1 pund = 453 g
1 enskur quart = 11 dl
1 amerískur quart = 9,5 dl
1 únsa = 30 g
175 °c = 350 °f
200 °c = 400°f
1 stick butter= 113 g smjör
1x agave= 2x sykur
5 g ger fyrir hver 250 g hveiti

Uppskriftasafn Erlu Steinu

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla Hjónabandssæla 240 g smjörlíki
200 g sykur
280 g hveiti
150 g haframjöl
1 tsk matarsódi
1 egg
200 g Rabarbarasulta

Hveiti, sykur og matarsóda er blandað saman.
Smjörlíkið er mulið samanvið og deigið er hnoðað saman. Deiginu er skipt í þrennt. 2 hlutar eru notaðir í botn og hliðar á kökuforminu með því að fletja deigið út og leggja í formið.
Rabarbarasulta er sett á deigð í forminu.
Þriðji hlutinn er flattur út, skorinn í 1 1/2 -2 cm breiðar lengjur, lagt þvert og krossað yfir sultuna og síðast meðfram hringnum og þjappað vel að. Bakað við 180°c í 45 mín.

*Þetta deig er frekar mjúkt og vandmeðfarið þegar verið er að flétta toppinn.
Þeir sem hafa takmarkaða þolinmæði geta tekið síðasta deighlutann og mulið hann yfir sultuna- það bragðast alveg jafn vel og gæti mögulega bjargað geðheilsunni ef deigið er til vandræða.



Hefur þú prófað uppskriftina? Endilega segðu mér þína skoðun.

Einungis einn aðili hefur gerið stjörnur.

Gefa stjörnur

  • 1

  • 2

  • 3

  • 4

  • 5




Skrá athugasemd




Prentað út af http://www.uppskrift.com